Búið að semja og öllum verkföllum aflýst

Kjaraviðræður | 10. júní 2023

Búið að semja og öllum verkföllum aflýst

Nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga og öllum verkföllum aflýst.

Búið að semja og öllum verkföllum aflýst

Kjaraviðræður | 10. júní 2023

Nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður milli BSRB og Sambands íslenskra …
Nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ljósmynd/Aðsend

Nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga og öllum verkföllum aflýst.

Nýr kjarasamningur hefur verið undirritaður milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga og öllum verkföllum aflýst.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkissáttasemjara. Samningurinn var undirritaður klukkan 7.15 í morgun.

Formlegur samningafundur samninganefnda deiluaðila hófst kl. 18.00 í gærkvöldi en óformlegir fundir sáttasemjara, Aldísar G. Sigurðardóttur og Elísabetar S. Ólafsdóttur, með samningsaðilum hófust í gærmorgun.

Tók þessi síðasta samningalota því um 21 klukkustund.

Fram kemur að atkvæðagreiðslu um samninginn muni ljúka 19. júní. Kjarasamingurinn gildir til 31. mars 2024.

Sáttagreiðsla samþykkt

Í tilkynningu frá BSRB kemur fram að mánaðarlaun hækki að lágmarki um 35.000 kr. og desemberuppbót á árinu 2023 verði 131.000 kr.

Samkomulag náðist um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. eftir að ríkissáttasemjari lagði fram innanhústillögu á fjórða tímanum í nótt. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti.

„Það hefur verið magnað að upplifa kraftinn, samstöðuna og baráttuþrekið meðal félagsfólks okkar síðustu vikur sem og stuðning samfélagsins,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB.

„Við getum verið hóflega sátt við þessa niðurstöðu. Lægstu laun hækka verulega auk þess sem við fengum sáttagreiðslu samþykkta og hækkun á tiltekin starfsheiti.“

mbl.is