Heiðar Helguson selur 203 fm lúxusíbúð

Heimili | 30. september 2023

Heiðar Helguson selur 203 fm lúxusíbúð

Fótboltastjarnan Heiðar Helguson hefur sett 203 fm lúxusíbúð sína í Kópavogi á sölu. Um er að ræða sérlega huggulega íbúð sem er gott sem eins og ný en blokkin sjálf var byggð 2021. Íbúðin er sérstök fyrir ýmsar sakir. Til dæmis að hún er á tveimur hæðum, jarðhæð og fyrstu hæð og sérlega vel skipulögð. Af skápaplássi er nóg sem þykir eftirsótt í nútímasamfélagi. 

Heiðar Helguson selur 203 fm lúxusíbúð

Heimili | 30. september 2023

Heiðar Helguson hefur sett íbúð sína á sölu.
Heiðar Helguson hefur sett íbúð sína á sölu. Samsett mynd

Fótboltastjarnan Heiðar Helguson hefur sett 203 fm lúxusíbúð sína í Kópavogi á sölu. Um er að ræða sérlega huggulega íbúð sem er gott sem eins og ný en blokkin sjálf var byggð 2021. Íbúðin er sérstök fyrir ýmsar sakir. Til dæmis að hún er á tveimur hæðum, jarðhæð og fyrstu hæð og sérlega vel skipulögð. Af skápaplássi er nóg sem þykir eftirsótt í nútímasamfélagi. 

Fótboltastjarnan Heiðar Helguson hefur sett 203 fm lúxusíbúð sína í Kópavogi á sölu. Um er að ræða sérlega huggulega íbúð sem er gott sem eins og ný en blokkin sjálf var byggð 2021. Íbúðin er sérstök fyrir ýmsar sakir. Til dæmis að hún er á tveimur hæðum, jarðhæð og fyrstu hæð og sérlega vel skipulögð. Af skápaplássi er nóg sem þykir eftirsótt í nútímasamfélagi. 

Eldhúsið er sérlega lekkert og smart með hinum vinsæla Dektonsteini …
Eldhúsið er sérlega lekkert og smart með hinum vinsæla Dektonsteini sem er verksmiðjuframleiddur og þolir allt.

Heimili Heiðars er huggulega innréttað.

Hvít sprautulökkuð innrétting kúrir afslöppuð upp við vegg en fyrir framan hana er að finna eyju með viðarhurðum. Smartheitin eru römmuð inn með Dektonborðplötu sem nær upp á vegg. Um er að ræða einn vinsælasta steininn í dag en hann er framleiddur úr 100% endurunnum steinefnum og rispast lítið og er mjög hitaþolinn. Þetta er hið fullkomna borðplötuefni fyrir fólk með fjölathygli sem gleymir alltaf að setja hitaplatta undir þegar það tekur franskar úr ofninum.

Borðstofuborðið er voldugt og heillandi og kemur með þetta hlýlega …
Borðstofuborðið er voldugt og heillandi og kemur með þetta hlýlega yfirbragð sem fer vel við hvítar innréttingar og ljósa sófa.

Heiðar hefur lagt mikinn metnað í að gera heimilið heillandi en eldhúsið er í sama rými og stofa og borðstofa. Þar er til dæmis gegnheilt eikarborð sem fer vel við veggi sem eru málaðir í sveppalit og ljósan sófa, plöntur og skrautmuni. 

Í íbúðinni er gott skápapláss og fallegt parket á gólfum. Þarf eitthvað meira? 

Af fasteignavef mbl.is: Álalind 18

Íbúðin er á tveimur hæðum, björt og skemmtileg.
Íbúðin er á tveimur hæðum, björt og skemmtileg.
mbl.is