EXÓ-hjónin selja 180 milljóna lúxushús

Heimili | 3. október 2023

EXÓ-hjónin selja 180 milljóna lúxushús

Ingi Þór Jakobsson og Hanna Birna Jóhannesdóttir, oft kennd við húsgagnaverslunina EXÓ, hafa sett lúxushús sitt á sölu. Húsið er einstakt á margan hátt og engin feilnóta slegin þegar smartheit eru annars vegar. 

EXÓ-hjónin selja 180 milljóna lúxushús

Heimili | 3. október 2023

Hjónin Hanna Birna Jóhannesdóttir og Ingi Þór Jakobsson, hafa sett …
Hjónin Hanna Birna Jóhannesdóttir og Ingi Þór Jakobsson, hafa sett glæsihús sitt á sölu. Þessi mynd var tekin 2016. mbl.is/Árni Sæberg

Ingi Þór Jakobsson og Hanna Birna Jóhannesdóttir, oft kennd við húsgagnaverslunina EXÓ, hafa sett lúxushús sitt á sölu. Húsið er einstakt á margan hátt og engin feilnóta slegin þegar smartheit eru annars vegar. 

Ingi Þór Jakobsson og Hanna Birna Jóhannesdóttir, oft kennd við húsgagnaverslunina EXÓ, hafa sett lúxushús sitt á sölu. Húsið er einstakt á margan hátt og engin feilnóta slegin þegar smartheit eru annars vegar. 

Húsið var byggt 1978 og hefur verið endurhannað töluvert. Húsið er 204 fm að stærð og státar af einstaklega smekklegum innréttingum sem voru sérsmíðaðar á smíðaverkstæði Guðnýjar. Í eldhúsinu setja White casmír granítborðplötur svip sinn á rýmið en þær eru þykkar með miklum burði. Í húsinu eru líka White casmír flísar á gólfum sem gera allt yfirbragð stílhreint. 

Ingi Þór og Hanna Birna kunna að gera fallegt í kringum sig eins og sést á myndunum á fasteignavef mbl.is. 

Hraunbrún 11 

White casmír steinninn er bæði á gólfum og á borðplötum.
White casmír steinninn er bæði á gólfum og á borðplötum. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hægt er að labba út í garð úr eldhúsinu.
Hægt er að labba út í garð úr eldhúsinu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Hvít og svört leðurhúsgögn prýða stofuna.
Hvít og svört leðurhúsgögn prýða stofuna. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Arininn í húsinu tengir saman rými.
Arininn í húsinu tengir saman rými. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is