Bolli og Ásta selja lúxusíbúðina við Háteigsveg

Heimili | 8. október 2023

Bolli og Ásta selja lúxusíbúðina við Háteigsveg

Bolli Thorodd­sen eig­andi Tak­an­awa í Jap­an og Ásta S. Fjeld­sted, for­stjóri Festi hf. hafa sett sína heillandi íbúð við Háteigsveg á sölu. Smartland greindi frá því í vikunni að parið hefði fest kaup á fallegu húsi við Fjólugötu 7 í Reykjavík. 

Bolli og Ásta selja lúxusíbúðina við Háteigsveg

Heimili | 8. október 2023

Bolli Thorodd­sen eig­andi Tak­an­awa í Jap­an og Ásta S. Fjeld­sted, for­stjóri Festi hf. hafa sett sína heillandi íbúð við Háteigsveg á sölu. Smartland greindi frá því í vikunni að parið hefði fest kaup á fallegu húsi við Fjólugötu 7 í Reykjavík. 

Bolli Thorodd­sen eig­andi Tak­an­awa í Jap­an og Ásta S. Fjeld­sted, for­stjóri Festi hf. hafa sett sína heillandi íbúð við Háteigsveg á sölu. Smartland greindi frá því í vikunni að parið hefði fest kaup á fallegu húsi við Fjólugötu 7 í Reykjavík. 

Það er einmitt vegna kaupanna á Fjólugötu 7 sem þessi 178 fm lúxusbúð er komin á sölu. Húsið sjálft var byggt 1945 og hefur verið vel við haldið. Rut Káradóttir, einn færasti innanhússarkitekt Íslands, endurhannaði íbúðina að innan.  

Horft úr borðstofunni inn í eldhús. Falleg og litrík listaverk …
Horft úr borðstofunni inn í eldhús. Falleg og litrík listaverk prýða heimilið.

Á gólfunum er  gegnheilt viðarparket sem var slípað upp 2018 og olíuborið í kjölfarið. Í eldhúsinu er eikarinnrétting með stálborðplötum og inn af eldhúsinu er „vinnueldhús“ þar sem pláss er fyrir öll heimsins heimilistæki og gott vinnupláss. 

Stórar stofur eru í íbúðinni og loftar vel á milli þeirra. Önnur gegnir hlutverki sparistofu meðan hin er borðstofa. 

Heimili Ástu og Bolla er einstaklega fallegt en þar er að finna ýmis listaverk sem setja svip sinn á rýmið ásamt vönduðum og eigulegum húsgögnum.

Af fasteignavef mbl.is: Háteigsvegur 16

Í borðstofunni er arinn og fær köngull Louis Poulsen að …
Í borðstofunni er arinn og fær köngull Louis Poulsen að njóta sín yfir borðinu.
Hér mætast stofa og borðstofa. Veggir eru hvítmálaðir og gegnheilt …
Hér mætast stofa og borðstofa. Veggir eru hvítmálaðir og gegnheilt parketið er olíuborið.
Dönsk hönnun er í forgrunni í stofunni en hér má …
Dönsk hönnun er í forgrunni í stofunni en hér má sjá sófasett eftir Børge Mogensen
Stálborðplötur fara vel við eikarinnréttingar.
Stálborðplötur fara vel við eikarinnréttingar.
Horft úr eldhúsinu inn í borðstofu.
Horft úr eldhúsinu inn í borðstofu.
mbl.is