Meina fjölskyldu Amini að yfirgefa Íran

Mótmæli í Íran | 9. desember 2023

Meina fjölskyldu Amini að yfirgefa Íran

Fjölskyldu Möhsu Amini, írönsku-kúrdísku stúlkunnar sem lést í haldi lögreglunnar árið 2022, hefur verið meinað að ferðast til Frakklands til þess að fá afhent mann­rétt­inda­verðlaun ESB, Sak­harov-verðlaun­in, sem Amini hlaut í ár. 

Meina fjölskyldu Amini að yfirgefa Íran

Mótmæli í Íran | 9. desember 2023

Mótmælendur með mynd af Möhsu Amini.
Mótmælendur með mynd af Möhsu Amini. AFP/Yasin Akgul

Fjölskyldu Möhsu Amini, írönsku-kúrdísku stúlkunnar sem lést í haldi lögreglunnar árið 2022, hefur verið meinað að ferðast til Frakklands til þess að fá afhent mann­rétt­inda­verðlaun ESB, Sak­harov-verðlaun­in, sem Amini hlaut í ár. 

Fjölskyldu Möhsu Amini, írönsku-kúrdísku stúlkunnar sem lést í haldi lögreglunnar árið 2022, hefur verið meinað að ferðast til Frakklands til þess að fá afhent mann­rétt­inda­verðlaun ESB, Sak­harov-verðlaun­in, sem Amini hlaut í ár. 

Amini lést 22 ára að aldri 16. september árið 2022 í haldi lögreglu vegna brots henn­ar á ströng­um regl­um Írana um notk­un hijab-slæðu. Í kjöl­far and­láts henn­ar brut­ust út hörð mót­mæli gegn klerka­stjórn­inni. Stjórn­inni var harðlega mót­mælt í Íran, en einnig út um all­an heim.

Í október veitti Evrópuþingið Amini Sak­harov-verðlaun­in. 

Vegabréfin gerð upptæk

Chirinne Ardakani, lögmaður fjölskyldu Amini, sagði við AFP-fréttaveituna í dag að foreldrum og bróður Amini hafi verið „bannað að ganga um borð í flug sem átti að flytja þau til Frakklands til að fá afhent Sakharov-verðlaunin“.

Ardakani greindi frá því að fjölskyldunni var bannað að yfirgefa Íran og vegabréfin tekin af þeim, þrátt fyrir að þau voru með gild vegabréfsáritun.  

Lögmaðurinn sagði að írönskum stjórnvöldum hafi aldrei verið jafn mikið í mun að koma í veg fyrir að fjölskyldur fórnarlambanna ræddu við alþjóðasamfélagið. 

Sak­harov-verðlaun­in áttu að vera veitt við hátíðlega athöfn 13. desember. Þeim fylgja 50 þúsund evrur, eða um sjö og hálf milljón íslenskra króna, í verðlaunafé. 

mbl.is