Hótaði að reka Trump úr réttarsal

Hótaði að reka Trump úr réttarsal

Lögfræðingur Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, hefur sakað E. Jean Carroll um að sækjast eftir athygli en hún segir orðspor sitt í molum eftir að hafa sakað Trump um kynferðislega áreitni sem hafi átt sér stað á tíunda áratug síðustu aldar.

Hótaði að reka Trump úr réttarsal

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 18. janúar 2024

Donald Trump létt illa í dómssal og hlaut ávítur dómara.
Donald Trump létt illa í dómssal og hlaut ávítur dómara. AFP/Eduardo Munoz Alvarez

Lögfræðingur Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, hefur sakað E. Jean Carroll um að sækjast eftir athygli en hún segir orðspor sitt í molum eftir að hafa sakað Trump um kynferðislega áreitni sem hafi átt sér stað á tíunda áratug síðustu aldar.

Lögfræðingur Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, hefur sakað E. Jean Carroll um að sækjast eftir athygli en hún segir orðspor sitt í molum eftir að hafa sakað Trump um kynferðislega áreitni sem hafi átt sér stað á tíunda áratug síðustu aldar.

Nú er réttað í einkamáli þar sem hún sakar forsetann fyrrverandi um ærumeiðingar.

Hótað brottvísun úr réttarsal

Samkvæmt BBC hefur mikið gengið á í réttarsalnum og hótaði dómari í málinu meðal annars að vísa Trump úr salnum eftir að hann heyrðist gagnrýna vitnisburð Carroll.

Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að Trump hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni gagnvart Carroll. Trump neitar enn sakargiftum staðfastlega. Samkvæmt þeirri niðurstöðu var hann dæmdur sekur fyrir kynferðislega áreitni og ærumeiðingar, en ekki nauðgun. E. Jean Carroll voru dæmdar tæpar sjötíu milljónir króna í skaðabætur. Grundvöllur þeirra réttarhalda voru ummæli Trump frá árinu 2022, þar sem hann sagði frásagnir hennar vera „samsæri“ og „blekkingar.“

Ummæli forsetans enn til skoðunar

Athygli réttarhaldanna að þessu sinni eru á önnur ummæli forsetans fyrrverandi. Árið 2019, þegar hann sat enn á forsetastóli, sagði hann ásakanir Carroll vera „með öllu ósannar.“ Því eiga réttarhöldin nú að úrskurða um hvort dæma eigi Carroll frekari bætur.

Öll athygli réttarhaldanna í gær fór í skeytasendingar á milli Trump og dómarans í málinu. Gekk það svo langt að dómarinn hótaði Trump því að meina honum að vera viðstaddan í réttarsal. Sú hótun kom í kjölfarið á því að lögfræðingur Carroll heyrði Trump kalla réttarhöldin „nornaveiðar“ og dró minni ákærandans í efa.

Dómari telur Trump vilja brottvísun

Kaplan dómari sagði: „Herra Trump á rétt á því að vera viðstaddur. Hægt er að fyrirgera þeim rétti og honum verður svipt ef hann reynist trufla réttarhöldin, líkt og mér hefur borist til eyrna, og eins ef hann sýnir störfum dómstólsins vanvirðingu.“

Dómarinn bætti svo við: „Ég vona að ég þurfi ekki að íhuga það að halda þér fjarri réttarhöldunum. Ég skil það mætavel að þú óskar þess heitast að ég geri það.“

mbl.is