Aniston leit yfir farinn veg í tilefni 55 ára afmælisins

Instagram | 12. febrúar 2024

Aniston leit yfir farinn veg í tilefni 55 ára afmælisins

Leikkonan Jennifer Aniston fagnaði 55 ára afmæli sínu í gær, sunnudaginn 11. febrúar. Í tilefni dagsins leit hún yfir farinn veg og birti skemmtilegt myndskeið á Instagram frá ólíkum tímaskeiðum lífs síns. 

Aniston leit yfir farinn veg í tilefni 55 ára afmælisins

Instagram | 12. febrúar 2024

Ávallt glæsileg.
Ávallt glæsileg. AFP

Leikkonan Jennifer Aniston fagnaði 55 ára afmæli sínu í gær, sunnudaginn 11. febrúar. Í tilefni dagsins leit hún yfir farinn veg og birti skemmtilegt myndskeið á Instagram frá ólíkum tímaskeiðum lífs síns. 

Leikkonan Jennifer Aniston fagnaði 55 ára afmæli sínu í gær, sunnudaginn 11. febrúar. Í tilefni dagsins leit hún yfir farinn veg og birti skemmtilegt myndskeið á Instagram frá ólíkum tímaskeiðum lífs síns. 

Aniston kom hugsunum sínum og tilfinningum fram í einu orði: „Þakklát“, enda orð sem segir allt sem segja þarf. Leikkonan deildi einnig ljóðinu The Layers eftir skáldið Stanley Kunitz við færsluna. 

Heillaóskum rigndi yfir afmælisbarnið og voru mörg kunnugleg nöfn í athugasemdarkerfinu sem komu afmæliskveðjum áleiðis til Aniston. Leikkonurnar Florence Pugh, Viola Davis, Allison Janney, Michelle Pfeiffer og Isla Fisher voru þar á meðal. Tæplega tvær milljónir hafa þegar líkað við færsluna. 

mbl.is