Disney-skautadansari sagður alvarlega slasaður eftir fall

Instagram | 13. febrúar 2024

Disney-skautadansari sagður alvarlega slasaður eftir fall

Anastasia Olson, bandarískur skautadansari í farandsýningu Disney on Ice, er sögð alvarlega slösuð eftir fall á sýningu hópsins í Minneapolis á dögunum. Olson, sem fer með hlutverk Fríðu, byggt á ævintýrinu um Fríðu og dýrið (e. Beauty and the Beast) var að dansa við mótdansara sinn þegar atvikið átti sér stað á miðju skautasvellinu. 

Disney-skautadansari sagður alvarlega slasaður eftir fall

Instagram | 13. febrúar 2024

Olson hefur skautað í Disney on Ice í þó nokkurn …
Olson hefur skautað í Disney on Ice í þó nokkurn tíma. Samsett mynd

Anastasia Olson, bandarískur skautadansari í farandsýningu Disney on Ice, er sögð alvarlega slösuð eftir fall á sýningu hópsins í Minneapolis á dögunum. Olson, sem fer með hlutverk Fríðu, byggt á ævintýrinu um Fríðu og dýrið (e. Beauty and the Beast) var að dansa við mótdansara sinn þegar atvikið átti sér stað á miðju skautasvellinu. 

Anastasia Olson, bandarískur skautadansari í farandsýningu Disney on Ice, er sögð alvarlega slösuð eftir fall á sýningu hópsins í Minneapolis á dögunum. Olson, sem fer með hlutverk Fríðu, byggt á ævintýrinu um Fríðu og dýrið (e. Beauty and the Beast) var að dansa við mótdansara sinn þegar atvikið átti sér stað á miðju skautasvellinu. 

Stöðva þurfti sýninguna eftir 40 mínútur þegar Olson féll, en það gerðist þegar Fríða og dýrið misreiknuðu sig í stökki. Olson var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar og hélt sýningin áfram stuttu eftir að búið var að flytja hana af svellinu, en mörg börn voru í áhorfendasalnum. 

Ekki er vitað um líðan Olson en aðstandendur Disney on Ice þakka innilega fyrir allar þær kveðjur sem aðdáendur hafa sent Olson og teyminu sem stendur að sýningunni. 


 

mbl.is