Þrútið andlit Schumer skapaði miklar umræður

Instagram | 16. febrúar 2024

Þrútið andlit Schumer skapaði miklar umræður

Grínistinn Amy Schumer mætti í spjallþátt Jimmy Fallon, The Tonight Show Starring Jimmy Fallon, fyrr í vikunni og ræddi um lífið, tilveruna og nýjustu þáttaröð sína, Life & Beth. Það sem vakti þó mesta athygli áhorfenda var andlit Schumer sem virtist óvenju þrútið og sköpuðust miklar umræður á samfélagsmiðlum í kjölfar þáttarins. 

Þrútið andlit Schumer skapaði miklar umræður

Instagram | 16. febrúar 2024

Leikarinn Michael Cera fer með stórt hlutverk í þáttaröð Schumer, …
Leikarinn Michael Cera fer með stórt hlutverk í þáttaröð Schumer, Life & Beth. Samsett mynd

Grínistinn Amy Schumer mætti í spjallþátt Jimmy Fallon, The Tonight Show Starring Jimmy Fallon, fyrr í vikunni og ræddi um lífið, tilveruna og nýjustu þáttaröð sína, Life & Beth. Það sem vakti þó mesta athygli áhorfenda var andlit Schumer sem virtist óvenju þrútið og sköpuðust miklar umræður á samfélagsmiðlum í kjölfar þáttarins. 

Grínistinn Amy Schumer mætti í spjallþátt Jimmy Fallon, The Tonight Show Starring Jimmy Fallon, fyrr í vikunni og ræddi um lífið, tilveruna og nýjustu þáttaröð sína, Life & Beth. Það sem vakti þó mesta athygli áhorfenda var andlit Schumer sem virtist óvenju þrútið og sköpuðust miklar umræður á samfélagsmiðlum í kjölfar þáttarins. 

Eftir alls kyns uppástungur og ágiskanir netverja ákvað Schumer, 42 ára, að blanda sér í umræðuna og útskýra ástæðuna. Hún birti Instagram-færslu í gærdag og greindi frá veikindum og erfiðum aukaverkunum sem stafa af greiningu og meðferð endómetríósu, sem Schumer hefur greint frá áður. 

„Takk æðislega fyrir allar athugasemdirnar um andlitið á mér. Ég kann heldur betur vel að meta þessi viðbrögð og álit ykkar, rétt eins allar konur hafa gert síðastliðin 20 ár. Og jú, það er rétt, andlitið á mér er þrútnara er vanalega.

Ég er með endómetríósu, sem er sjálfsónæmissjúkdómur, og það er eitthvað læknisfræðilegt og hormónatengt í gangi hjá mér þessa stundina,“ skrifaði Schumer meðal annars við færsluna. 

View this post on Instagram

A post shared by @amyschumer

mbl.is