Vernd Úkraínumanna framlengd

Flóttafólk á Íslandi | 23. febrúar 2024

Vernd Úkraínumanna framlengd

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að framlengja sameiginlega vernd fyrir Úkraínumenn til 2. mars 2025 og verður tilkynning þess efnis birt á vef Stjórnartíðinda í dag, föstudag. Að öðrum kosti hefði sameiginleg vernd þeim til handa fallið niður í byrjun mars.

Vernd Úkraínumanna framlengd

Flóttafólk á Íslandi | 23. febrúar 2024

Fjöldi barna frá Úkraínu hefur fengið dvalarleyfi hér á landi.
Fjöldi barna frá Úkraínu hefur fengið dvalarleyfi hér á landi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að framlengja sameiginlega vernd fyrir Úkraínumenn til 2. mars 2025 og verður tilkynning þess efnis birt á vef Stjórnartíðinda í dag, föstudag. Að öðrum kosti hefði sameiginleg vernd þeim til handa fallið niður í byrjun mars.

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að framlengja sameiginlega vernd fyrir Úkraínumenn til 2. mars 2025 og verður tilkynning þess efnis birt á vef Stjórnartíðinda í dag, föstudag. Að öðrum kosti hefði sameiginleg vernd þeim til handa fallið niður í byrjun mars.

Í lögum um útlendinga er heimildarákvæði sem dómsmálaráðherra getur ákveðið að nýta, en það kveður á um sameiginlega vernd til handa fólki vegna fjöldaflótta. Þar er mælt fyrir um að útlendingi sem er hluti af hópi sem flýr tiltekið landsvæði og kemur til landsins, eða er hér þegar ákvæðum greinarinnar er beitt, megi veita slíka vernd.

Þessu ákvæði laganna var fyrst beitt 4. mars 2022 og gilti til það eins árs, en var síðan framlengt um jafn langan tíma í byrjun mars í fyrra.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is