Eystrasaltsríkin búa sig undir innrás Rússa

Rússland | 25. febrúar 2024

Eystrasaltsríkin búa sig undir innrás Rússa

Eystrasaltsríkin þrjú ætla að reisa rúmlega 1.000 byrgi, þar sem hermenn geta reynt að verjast innrás Rússa sem lengst. Fyrir framan byrgin verða lögð gaddavírsbelti, skotgrafir og svonefndar „drekatennur“, sem eiga að hamla för skriðdreka og annarra brynvarinna farartækja.

Eystrasaltsríkin búa sig undir innrás Rússa

Rússland | 25. febrúar 2024

Frá heræfingu í Eistlandi í febrúar 2022. Nokkrum dögum síðar …
Frá heræfingu í Eistlandi í febrúar 2022. Nokkrum dögum síðar réðust Rússar til atlögu gegn Úkraínu. AFP

Eystrasaltsríkin þrjú ætla að reisa rúmlega 1.000 byrgi, þar sem hermenn geta reynt að verjast innrás Rússa sem lengst. Fyrir framan byrgin verða lögð gaddavírsbelti, skotgrafir og svonefndar „drekatennur“, sem eiga að hamla för skriðdreka og annarra brynvarinna farartækja.

Eystrasaltsríkin þrjú ætla að reisa rúmlega 1.000 byrgi, þar sem hermenn geta reynt að verjast innrás Rússa sem lengst. Fyrir framan byrgin verða lögð gaddavírsbelti, skotgrafir og svonefndar „drekatennur“, sem eiga að hamla för skriðdreka og annarra brynvarinna farartækja.

Kveðið er á um þetta í samkomulagi sem varnarmálaráðherrar ríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen skrifuðu undir í síðasta mánuði.

Felur það í sér að ríkin þrjú styrkja varnir sínar á landamærunum að Rússlandi, þar á meðal Kaliníngrad, og Hvíta-Rússlandi.

Er tilgangurinn sá að reyna að hægja á innrásarliði Rússa og neyða það í gegnum flöskuhálsa þar sem varnarsveitir eigi betri möguleika á að halda aftur af því.

Markmiðið að reyna að stöðva eða tefja

Donatas Palavenis, liðsforingi í litháíska hernum, hefur fullyrt við breska dagblaðið The Times að áætlanirnar dragi lærdóm af reynslu Úkraínumanna, en markmiðið sé að reyna að stöðva innrásina þegar á fyrstum stigum hennar

Og ef það gengur ekki upp, að tefja hana nægilega til þess að bandamenn Eystrasaltsríkjanna geti sent aðstoð.

Fabian Hoffmann, sérfræðingur í varnarmálum og eldflaugahernaði, segir í samtali við Morgunblaðið, stefnusmiði á Vesturlöndum, sérstaklega í Þýskalandi og í Bandaríkjunum, senda þau merki til Rússa að ímynd þeirra af Vesturveldunum sé rétt og að við þolum illa sársauka.

„Það sendir þau skilaboð að við séum það veik fyrir að Rússar gætu komist upp með að ráðast á okkur. Við þurfum að breyta því,“ segir hann.

Ein leiðin til þess sé sú að ræða opinberlega þessa hættu og að hún sé til staðar, þannig að almenningur sé undirbúinn að þetta sé möguleiki. Það sé þó ekki endilega hlaupið að því.

Fabian Hoffmann, sérfræðingur í varnarmálum og eldflaugahernaði.
Fabian Hoffmann, sérfræðingur í varnarmálum og eldflaugahernaði. Ljósmynd/Athanasios Katsis

Ólíkt almenningi í Eystrasaltinu og í Póllandi

„Ég er frá Þýskalandi og þegar þessi mál eru rædd þar er nánast eins og fólk setji kíkinn fyrir blinda augað um leið. Fólk vill ekki hugsa um þennan möguleika, ólíkt því t.d. sem almenningur í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum gerir, því fólk þar skilur betur þá hættu sem stafar af Rússum gagnvart lífsháttum okkar,“ segir Hoffmann.

„Það er til dæmis ekki raunin að tilvist Íslands eða Þýskalands sé í hættu frá Rússum, en við þurfum að vera mjög hrædd við það að núverandi lifnaðarhættir okkar sem hafa veitt okkur velmegun ganga ekki upp í heimi þar sem Rússland hefur úrslitavald yfir Evrópu. Lífskjör okkar myndu versna mjög mikið við það,“ bætir hann við.

„Við þurfum því að geta hindrað þá niðurstöðu. Við höfum ekki val um annað.“

Tvö ár eru liðin um þessar mundir frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Þessum tímamótum hafa verið gerð góð skil í Morgunblaðinu síðustu daga og svo verður áfram næstu daga.

mbl.is