Haraldur og Ragnhildur keyptu 335 milljóna Manfreðshús í Arnarnesi

Heimili | 10. mars 2024

Haraldur og Ragnhildur keyptu 335 milljóna Manfreðshús í Arnarnesi

Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga og eiginkona hans, Ragnhildur Ágústsdóttir myndlistarmaður, hafa fest kaup á einum af perlum Arnarnessins. 

Haraldur og Ragnhildur keyptu 335 milljóna Manfreðshús í Arnarnesi

Heimili | 10. mars 2024

Haraldur Þórðarson og Ragnhildur Ágústsdóttir hafa fest kaup á húsi …
Haraldur Þórðarson og Ragnhildur Ágústsdóttir hafa fest kaup á húsi við Blikanes. Samsett mynd

Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga og eiginkona hans, Ragnhildur Ágústsdóttir myndlistarmaður, hafa fest kaup á einum af perlum Arnarnessins. 

Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga og eiginkona hans, Ragnhildur Ágústsdóttir myndlistarmaður, hafa fest kaup á einum af perlum Arnarnessins. 

Um er að ræða 467 fm einbýli sem teiknað var af Manfreð Vilhjálmssyni arkitekt. Hann er einn af virtustu arkitektum landsins og er hönnun hans eftirsótt. Húsið var reist 1973. 

Húsið við Blikanes ber öll einkenni hönnunar Manfreðs Vilhjálmssonar.
Húsið við Blikanes ber öll einkenni hönnunar Manfreðs Vilhjálmssonar. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Haraldur og Ragnhildur keyptu húsið af Elvari Aðalsteinssyni kvikmyndaframleiðanda og Önnu Maríu Pitt sem festu kaup á húsinu 2018. Fjallað var um húsið þegar það fór á sölu það ár.

Haraldur og Ragnhildur greiddu 335.000.000 kr. fyrir húsið. 

Þetta vandaða Manfreðshús er steinsteypt og ber það sterk einkenni arkitektsins. Í útveggjum eru grófar rákir og sjónsteypa á innveggjum. Húsið er með flötu þaki og stórum gólfsíðum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn. 

Húsið er á tveimur hæðum og er mikið lagt í hönnunina. Nokkrir þakgluggar eru á húsinu sem virkar eins og innfelld loftlýsing. Þótt húsið hafi verið endurnýjað töluvert hefur saga hússins varðveist og ekki hefur verið hróflað við helstu einkennum þess. Í húsinu eru panilklæddir veggir og í garðinum eru fallegar grjóthleðslur og hellulagðar verandir. 

Smartland óskar Haraldi og Ragnhildi til hamingju með nýja húsið!

mbl.is