Vinkonur í Þorlákshöfn sem eltu drauminn saman

Páskar | 30. mars 2024

Vinkonur í Þorlákshöfn sem eltu drauminn saman

Vinkonurnar Anna Berglind Júlísdóttir og Anna Lísa Rasmussen í Þorlákshöfn eiga það sameiginlegt að vera einstaklega hugmyndaríkar og eru duglegar að fegra heimilið. Í dag halda þær úti síðunni Skreytum borð og segja þær alla geta skreytt páskaborðin á fallegan hátt.

Vinkonur í Þorlákshöfn sem eltu drauminn saman

Páskar | 30. mars 2024

Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir búa til fallegar …
Anna Lísa Rasmussen og Anna Berglind Júlísdóttir búa til fallegar skreytingar á síðunni Skreytum borð. Samsett mynd

Vinkonurnar Anna Berglind Júlísdóttir og Anna Lísa Rasmussen í Þorlákshöfn eiga það sameiginlegt að vera einstaklega hugmyndaríkar og eru duglegar að fegra heimilið. Í dag halda þær úti síðunni Skreytum borð og segja þær alla geta skreytt páskaborðin á fallegan hátt.

Vinkonurnar Anna Berglind Júlísdóttir og Anna Lísa Rasmussen í Þorlákshöfn eiga það sameiginlegt að vera einstaklega hugmyndaríkar og eru duglegar að fegra heimilið. Í dag halda þær úti síðunni Skreytum borð og segja þær alla geta skreytt páskaborðin á fallegan hátt.

„Mér finnst margir tala um að þeir telji sig ekki hafa getu til að skreyta borð en ég tel að allir séu vel færir um það ef fólk er tilbúið til að gefa sér tíma til að skoða það góða efni sem er í boði. Má segja að við Anna Lísa höfum komist að því hvar áhugi okkar liggur fljótlega eftir að við kynntumst og þegar við buðum hvor annarri í mat þá lá þetta áhugamál ljóst fyrir. Okkur fannst því tilvalið að setja upp síðuna Skreytum borð og vonumst við til að fólk fái þar einhverjar hugmyndir sem það getur nýtt sér,“ segir Anna Berglind um síðuna Skreytum borð og vinskapinn.

Páskaborðið er hátíðlegt en þarf ekki að vera gult eins …
Páskaborðið er hátíðlegt en þarf ekki að vera gult eins og vinkonurnar Anna Lísa og Anna Berglind sýna hér. Náttúrulegir litir eru í aðalhlutverki í borðstofunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Það er einfalt og ódýrt að skreyta með gulum kertum …
Það er einfalt og ódýrt að skreyta með gulum kertum en á sama tíma er fátt páskalegra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinkonurnar skreyttu þrjú borð fyrir páskablaðið. Í bland við gula páskalitinn notuðu þær náttúrulegar skreytingar og efnivið. Þær leggja áherslu á að skreytingar og húsbúnaður þurfi ekki alltaf að kosta mikið. Sérstaka athygli vekur falleg skreyting með sítrónum. „Okkur finnst fallegt að skreyta með sítrónum og eru þær tilvaldar sem páskaskraut. Sem dæmi er hægt að setja þær í fallegar skálar eða búa til sítrónutré eins og við gerðum,“ segir Anna Lísa en hægt er að sjá myndband með aðferðinni á Instagram-síðu þeirra.

Suðræn og páskaleg skreyting. Þegar páskarnir eru búnir er hægt …
Suðræn og páskaleg skreyting. Þegar páskarnir eru búnir er hægt að nota sítrónurnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anna Berglind segir að á hennar heimili sé hefð að borða saman morgunmat. „Við lögðum á morgunverðarborð en það hefur verið siður á mínu heimili eftir páskaeggjaleit og páskaeggjaát að borða morgunverð saman. Stellið er úr versluninni H&M en restin af diskunum og skálunum hef ég eignast í gegnum tíðina en ég reyni að kaupa mér alltaf eitthvað í safnið fyrir hverja páska,“ segir Anna Berglind.

Gular slaufur lífga upp á servétturnar og gera borðið páskalegt …
Gular slaufur lífga upp á servétturnar og gera borðið páskalegt en vinkonurnar segja slaufur hafa verið vinsælar að undanförnu. Það er sniðugt að skreyta borðið með grænum ávöxtum í stíl við glösin. Takið eftir vínberjunum og kívíávextinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Góður morgunverður er ómissandi hluti af páskunum.
Góður morgunverður er ómissandi hluti af páskunum. Kristinn Magnússon
Spæld egg og linsoðin egg passa vel páskaborðið. Á borðinu …
Spæld egg og linsoðin egg passa vel páskaborðið. Á borðinu er einnig bakaður ostur með hnetum og hunangi, eitthvað sem allir elska. Kristinn Magnússon

Engin ein rétt leið

Er eitthvert páskaskraut sem er í tísku núna?

„Það er einna helst náttúrulegir litir og svo er guli liturinn órjúfanlegur hluti af páskunum, og svo er um að gera að nota ímyndunaraflið,“ segir Anna Lísa. 

Hér hefur nútímalegt páskaskraut verið hengt á fallegar greinar.
Hér hefur nútímalegt páskaskraut verið hengt á fallegar greinar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Er það bara fyrir alla flinkustu að skreyta borð eða geta allir græjað fallegt borð?

„Það geta allir skreytt borð. Því er um að gera að prófa sig áfram og nýta það sem til er heima eða jafnvel fá lánað frá ættingjum og vinum eða föndra sjálf og leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín. Það er engin ein uppskrift að fallega skeyttu borði. Á Instagram-síðunni okkar erum við með hugmyndir að borðskreytingum og erum stöðugt að bæta við nýju efni við hin ýmsu tilefni,“ segir Anna Lísa.

Servéttur með kanínueyrum gera borðið fallegt.
Servéttur með kanínueyrum gera borðið fallegt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bragðast maturinn betur þegar borðið er fallega skreytt?

„Gestir kunna vel að meta þegar þau sjá að búið er að nostra við veisluborðið og njóta matarins betur við fallega skreytt borð,“ segir Anna Lísa.

„Við teljum að fallega skreytt borð bæti alltaf upplifunina þegar sest er að borðum. Skreytingarnar þurfa ekki að vera flóknar og auðvitað skiptir máli að gefa sér tíma í hverja máltíð þó vissulega sé það ekki alltaf hægt,“ segir Anna Berglind.

Kanínurnar á diskunum bjuggu nöfnurnar til sjálfar úr snæri með …
Kanínurnar á diskunum bjuggu nöfnurnar til sjálfar úr snæri með vír. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þegar kemur að því að leggja fallega á borð er gott að skipuleggja sig fram í tímann.

„Ég mæli með að byrja nokkrum dögum fyrir matarboðið að velta fyrir sér hvaða þema verður á borðinu og hafa þannig tíma til að móta hugmyndina og sanka að sér því sem þarf. Við höfum lagt það í vana okkar að hafa borðið tilbúið nokkrum klukkustundum fyrir boðið, jafnvel deginum áður. Þannig gefst tími til að hnika til á borðinu og breyta, ef þarf,“ segir Anna Lísa.

Anna Berglind er á sama máli. „Mér finnst gott að setja í símann minn punkta varðandi það sem ég ætla mér að kaupa ef ég sé eitthvað sem mér líkar og byrja oftast að spá í hvernig ég ætla að skreyta löngu fyrir páska því gott skipulag hjálpar alltaf, þá nýtur maður þess enn betur að undirbúa heldur en að vera að finna eitthvað til á hlaupum.“

Hér er karfa sem fylgir hvítlauk endurnýtt á skemmtilegan máta.
Hér er karfa sem fylgir hvítlauk endurnýtt á skemmtilegan máta. mbl.is/Kristinn Magnússon
Vinkonurnar mæla með að nota lauka til að skreyta páskaborðin …
Vinkonurnar mæla með að nota lauka til að skreyta páskaborðin eins og hér er ger mbl.is/Kristinn Magnússon

Notalegir páskar í Þorlákshöfn

Það stefnir í notalega páska hjá Önnu Berglindi. „Venjulega er margt um manninn hjá okkur hjónum um páska en í ár verða börnin okkar þrjú og tengdabörn á faraldsfæti svo það verða líklega rólegheit hjá okkur. Við fáum vonandi foreldra mína og tengdapabba í mat og svo ömmustrákinn sem ætlar að eyða páskunum með okkur. En þó svo að við verðum heldur færri við páskaborðið í ár verður klárlega vandað til og nostrað við borðin. Við höldum okkur væntanlega við þann sið að borða svínahamborgarhrygg á páskadag og einhvern góðan eftirrétt og svo er planið að slaka á heima við ásamt því að fara í stutta bíltúra og njóta þess að leika við litla prinsinn okkar,“ segir Anna Berglind.

Vinkonurnar hugsa fyrir öllu. Stofuborðið hefur fengið fallegt og notalegt …
Vinkonurnar hugsa fyrir öllu. Stofuborðið hefur fengið fallegt og notalegt yfirbragð fyrir páskahátíðina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anna Lísa ætlar einnig að elda steik en segir í raun hægt að bera flestan mat á borðið sem þær skreyttu. „Í raun er hægt að bera fram hvaða mat sem er á þetta borð en við ætlum venju samkvæmt að hafa hamborgar- og lambahrygg þessa páska. Ég tók upp á því um síðustu páska að vera með grínegg. Þá setti ég litla miða í gatið á litlu súkkulaðieggjunum með þrautum sem hver og einn á að framkvæma eins og til dæmis að segja hratt fimm sinnum „það fer nú að verða verra ferðaveðrið“ og „hummaðu íslenskt Eurvision-lag“ og hinir gestirnir eiga að giska á lagið. Þetta vakti mikla lukku og kátínu,“ segir Anna Lísa sem ætlar að borða með stórfjölskyldunni á skírdag og páskadag. Skella sér í fermingarveislu, spila borðspil og jafnvel taka einn golfhring ef veður leyfir.

Auðvelt er að skreyta með eggjum um páskana.
Auðvelt er að skreyta með eggjum um páskana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Falleg en einföld páskamarengskaka

Marengskakan er keypt í IKEA. Hægt er að kaupa botna í hinum ýmsu bakaríum og þeyta rjóma og létta sér þar með lífið. Anna Berglind og Anna Lísa gerðu kökuna páskalega með því að skreyta með litlum páskaeggjum og makkarónum.

Páskakakan þarf ekki að vera flókin.
Páskakakan þarf ekki að vera flókin. mbl.is/Kristinn Magnússon



Stellið er úr BYKO en viðardiskarnir og kertabakkinn í miðjunni …
Stellið er úr BYKO en viðardiskarnir og kertabakkinn í miðjunni úr Baliku. Borðbúnaðurinn passar einstaklega vel við stólana sem eru úr ByLola. mbl.is/Kristinn Magnússon
Renningur úr Blómavali passar vel við hördúkinn á borðinu.
Renningur úr Blómavali passar vel við hördúkinn á borðinu. Kristinn Magnússon
Hér eru lítil súkkulaðiegg notuð til að skreyta með og …
Hér eru lítil súkkulaðiegg notuð til að skreyta með og tauservéttur með páskalegum servéttuhringjum mbl.is/Kristinn Magnússon
Venjulegt egg með skreytingu.
Venjulegt egg með skreytingu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is