Ekki rigningardropi yfir páskana

Páskar | 3. apríl 2023

Ekki rigningardropi yfir páskana

Fólk sem bókaði flug til Tenerife um páskana virðist hafa tekið rétta ákvörðun. Það er spáð rigningu víða yfir páskahátíðina á Íslandi en sólin ætlar hins vegar að skína á sólþyrsta Íslendinga á eyjunni fögru um páskana. 

Ekki rigningardropi yfir páskana

Páskar | 3. apríl 2023

Páskar á Tenerife er góður valkostur.
Páskar á Tenerife er góður valkostur. AFP

Fólk sem bókaði flug til Tenerife um páskana virðist hafa tekið rétta ákvörðun. Það er spáð rigningu víða yfir páskahátíðina á Íslandi en sólin ætlar hins vegar að skína á sólþyrsta Íslendinga á eyjunni fögru um páskana. 

Fólk sem bókaði flug til Tenerife um páskana virðist hafa tekið rétta ákvörðun. Það er spáð rigningu víða yfir páskahátíðina á Íslandi en sólin ætlar hins vegar að skína á sólþyrsta Íslendinga á eyjunni fögru um páskana. 

Þegar veðurspá BBC er skoðuð fyrir Tenerife má sjá alveg þurra páskahelgi. Hitinn er vel yfir 20 gráðum og er alls ekki mælt með því að opna páskaeggið úti þar sem á sunnudaginn fer hitinn upp í 26 gráður. 

Það er þó margt annað hægt að gera á sólríku eyjunni um páskana en að háma í sig páskaegg. Útivistarkonan Vala Hún­boga­dótt­ir greindi frá því í viðtali við ferðavef mbl.is í síðustu viku að eyjan væri full af fallegum gönguleiðum. Áður en hún fór fyrst til Tenerife var hún með fordóma. 

„Teneri­fe hef­ur ít­rekað verið valið besta svæði Evr­ópu til að fara í göngu­ferðir á vet­urna, þó að land­fræðilega séð sé eyj­an vissu­lega ekki í Evr­ópu. Hægt er að velja á milli 173 göngu­leiða og 43 vernd­ar­svæði til að skoða,“ sagði Vala. 

Sólin lætur sjá sig um páskana á Tenerife.
Sólin lætur sjá sig um páskana á Tenerife. AFP
mbl.is