Jennifer Garner syrgir föður sinn

Instagram | 3. apríl 2024

Jennifer Garner syrgir föður sinn

Willliam Garner, faðir leikkonunnar Jennifer Garner, er látinn 85 ára að aldri. Dóttir hans greindi frá andlátinu í færslu á Instagram í gærdag.

Jennifer Garner syrgir föður sinn

Instagram | 3. apríl 2024

Feðginin voru miklir vinir!
Feðginin voru miklir vinir! Samsett mynd

Willliam Garner, faðir leikkonunnar Jennifer Garner, er látinn 85 ára að aldri. Dóttir hans greindi frá andlátinu í færslu á Instagram í gærdag.

Willliam Garner, faðir leikkonunnar Jennifer Garner, er látinn 85 ára að aldri. Dóttir hans greindi frá andlátinu í færslu á Instagram í gærdag.

William, jafnan kallaður Billy Jack, lést friðsamlega í faðmi fjölskyldunnar á laugardag eftir því sem segir í færslu Jennifer. „Við vorum við hlið hans þar til yfir lauk. Við sungum Amazing Grace þegar hann dró síðasta andardráttinn,“ skrifaði Jennifer meðal annars við mynd af þeim feðginum. Leikkonan lýsir föður sínum sem hlýjum, þolinmóðum og góðum manni. 

Margir hafa líkað við færsluna og sent Jennifer samúðarkveðjur, meðal þeirra eru leikkonunnar Reese Witherspoon, Jennifer Aniston og Julianne Moore. 

William lætur eftir sig eiginkonu, þrjár dætur og barnabörn. mbl.is