Mættu með unglingana á frumsýningu

Instagram | 3. apríl 2024

Mættu með unglingana á frumsýningu

Það var sannkölluð fjölskyldustund hjá fyrrverandi raunveruleikastjörnunni Nicole Richie og eiginmanni hennar, tónlistarmanninum Joel Madden á þriðjudag.

Mættu með unglingana á frumsýningu

Instagram | 3. apríl 2024

Fjölskyldan fagnaði frumsýningu.
Fjölskyldan fagnaði frumsýningu. RODIN ECKENROTH

Það var sannkölluð fjölskyldustund hjá fyrrverandi raunveruleikastjörnunni Nicole Richie og eiginmanni hennar, tónlistarmanninum Joel Madden á þriðjudag.

Það var sannkölluð fjölskyldustund hjá fyrrverandi raunveruleikastjörnunni Nicole Richie og eiginmanni hennar, tónlistarmanninum Joel Madden á þriðjudag.

Hollywood-hjónin, sem fagna 14 ára brúðkaupsafmæli sínu í ár, mættu með börnin sín, Harlow og Sparrow, á frumsýningu kvikmyndarinnar Don't Tell Mom the Babysitter's Dead. Richie fer með burðarhlutverk í kvikmyndinni sem er endurgerð á gamanmynd frá árinu 1991. 

Öll í stíl

Richie og Madden reyna allt hvað þau geta til að halda börnum sínum utan sviðsljóssins og er þetta í fyrsta sinn sem börn hjónanna fylgja þeim á opinberan viðburð, en þau eru bæði komin á táningsaldur.

Fjölskyldan gekk svarta dregilinn í stíl, öll klædd svörtum flíkum. Með í för var nánasta fjölskylda Richie, faðir hennar, móðir og hálfsystir. 

Tvíburabróðir Madden, Benji Madden og eiginkona hans, leikkonan Cameron Diaz, voru ekki viðstödd frumsýninguna. Hjónin höfðu góða og gilda ástæðu fyrir fjarveru sinni en þau eignuðust sitt annað barn, dreng, á dögunum.  Nicole Richie var stórglæsileg á frumsýningunni.
Nicole Richie var stórglæsileg á frumsýningunni. RODIN ECKENROTH
Joel Madden og Nicole Richie.
Joel Madden og Nicole Richie. RODIN ECKENROTH
Tónlistarmaðurinn Lionel Richie lét sig ekki vanta.
Tónlistarmaðurinn Lionel Richie lét sig ekki vanta. RODIN ECKENROTH
mbl.is