Instagram: Gelluvika á gramminu

Instagram | 8. apríl 2024

Instagram: Gelluvika á gramminu

Það var góð stemning á Instagram í síðustu viku. Fræga fólkið er komið í vororkuna og því fylgja tilheyrandi skvísu- og töffarastælar. Patrik Atlason lét fyrir sér fara og einkaþjálfarinn Hafdís Björk Kristjánsdóttir hélt upp á fermingu í fjölskyldunni með Kleina sínum. 

Instagram: Gelluvika á gramminu

Instagram | 8. apríl 2024

Fræga fólkið og áhrifavaldarnir áttu góða viku á Instagram.
Fræga fólkið og áhrifavaldarnir áttu góða viku á Instagram. Samsett mynd

Það var góð stemning á Instagram í síðustu viku. Fræga fólkið er komið í vororkuna og því fylgja tilheyrandi skvísu- og töffarastælar. Patrik Atlason lét fyrir sér fara og einkaþjálfarinn Hafdís Björk Kristjánsdóttir hélt upp á fermingu í fjölskyldunni með Kleina sínum. 

Það var góð stemning á Instagram í síðustu viku. Fræga fólkið er komið í vororkuna og því fylgja tilheyrandi skvísu- og töffarastælar. Patrik Atlason lét fyrir sér fara og einkaþjálfarinn Hafdís Björk Kristjánsdóttir hélt upp á fermingu í fjölskyldunni með Kleina sínum. 

Barbie-bleikt! 

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir er komin á ról og fer bleiki liturinn henni vel. 

Lífið er ljúft á Tenerife!

Fasteignasalinn og dansarinn Tara Sif Birgisdóttir naut lífsins á uppáhaldsstað Íslendinga, Tenerife á Spáni, með fjölskyldunni. 

Fermingarstuð!

Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari var í skýjunum með fermingardag sonar hennar. 

View this post on Instagram

A post shared by Hafdís Björg (@hafdisbk)

Fyrsta fjölskyldufríið!

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, skellti sér til Spánar með fjölskyldunni.

Árshátíðarfín!

Fanney Ingvarsdóttir, markaðsfulltrúi Bioeffect og fyrrverandi fegurðardrottning, skartaði glæsilegum síðkjól á árshátíð!

Afmælisfjör!

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, skemmti sér konunglega í afmælisveislu leikkonunnar Ebbu Katrínar Finnsdóttur. 

Myndaveisla!

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, henti í myndaveislu á Instagram.

Svöl Svala!

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir skellti sér í myndatöku. 

View this post on Instagram

A post shared by SVALA (@svalakali)

Óléttukúlan í aðalhlutverki!

Leikkonan og Reykjavíkurdóttirin Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var smart í mosagrænu fatasetti sem sýndi vaxandi óléttukúluna.

View this post on Instagram

A post shared by DÍSA (@thordisbjork)

Ævintýri í brekkunni!

Rúrik Gíslason var flottur í tauinu er hann renndi sér niður snævi þaktar brekkur í páskafríinu. 

Sáttur með árangurinn!

Handboltakappinn Bjarki Már Elísson fagnaði frábærum árangri ungverska liðsins Veszprém. 

 Ísköld á Ísafirði!

Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem GDRN, rölti um götur Ísafjarðar á dögunum. 

View this post on Instagram

A post shared by GDRN (@eyfjord)


Vorið er komið!

Helga Mar­grét Agn­ars­dótt­ir, lög­fræðinemi og áhrifa­vald­ur, er eins og lóan, til í vorið. 

Tanið er komið í tísku!

Íslenska athafnakonan Sara Piana sýndi brúnan líkamann á Instgram á dögunum. Hún liggur ekki á sólarströnd til þess að fá far eftir sundfötin! 

Alvöru bandarískt frí!

Hjónin Mikael Torfason og Stefanía Berndsen eru flutt til Bandaríkjanna. Þau hafa tekið upp bandarískar hefðir eins og að fara í vorfrí eða „Spring Break“ eins og kanarnir kalla fríið. 

New York, New York!

Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir eiga von á barni. Þau skelltu sér til New York saman áður en barnið kemur. 

mbl.is