Instagram: Hlaupaveisla og forsetaframbjóðendur!

Instagram | 6. maí 2024

Instagram: Hlaupaveisla og forsetaframbjóðendur!

Hlaupasumarið er formlega hafið ef marka má vikuna á Instagram sem var bæði sumarleg og fjörug!

Instagram: Hlaupaveisla og forsetaframbjóðendur!

Instagram | 6. maí 2024

Það var stuð og stemning á Instagram í vikunni!
Það var stuð og stemning á Instagram í vikunni! Samsett mynd

Hlaupasumarið er formlega hafið ef marka má vikuna á Instagram sem var bæði sumarleg og fjörug!

Hlaupasumarið er formlega hafið ef marka má vikuna á Instagram sem var bæði sumarleg og fjörug!

Það var mikið partí í Öskjuhlíðinni þegar hlauparar lögðu af stað í Bakgarðshlaupið, en á meðal keppenda er hlaupadrottningin Mari Järsk. Það voru þó fleiri sem fóru að hlaupa um helgina, en Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir reimaði á sig hlaupaskóna í Systkinahlaupinu á meðan ofurhjónin Simona Va­reikaité og Sigurjón Ernir Sturluson létu sig ekki vanta í hlaupaveisluna í Vestmannaeyjum!

Hlaupaveisla!

Hlaupadrottningin Mari Järsk lagði af stað í Bakgarðshlaup náttúruhlaupa á laugardaginn en þegar fréttin er skrifuð, rúmum tveimur sólarhringum síðar, er hún enn á hlaupum!

Sól og golf!

Inga Lind Karlsdóttir, eigandi Skot Productions, birti sólríkar golfmynd frá því um páskana með söknuði, en hún eyddi páskunum á glæsilegum golfvelli á Tenerife. 

Sonurinn skírður!

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, og kærasti hennar Enok Jónsson birtu fallegar myndir úr skírn sonar síns.

Skráði nafn sitt í sögubækurnar!

Fimleikakonan Thelma Aðalsteinsdóttir skráði nafn sitt í sögubækurnar í vikunni þegar hún fékk æfingu nefnda eftir sér í dómarabók Alþjóða fimleikasambandsins á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem haldið var í Rimini á Ítalíu. Mögnuð!

Partí í Öskuhlíðinni!

Hlaupasumarið er svo sannarlega hafið og förðunarfræðingurinn og hlauparinn Rakel María Hjaltadóttir hoppaði hæð sína af gleði!

Loksins sól í Köben!

TikTok-stjarnan Birta Hlín Sigurðardóttir fagnaði því að það væri loksins komið sólríkt veður í Kaupmannahöfn!

View this post on Instagram

A post shared by Birta Hlin (@birtahlin)

Deit í Köben!

Birta Hlín var ekki sú eina sem naut lífsins í Köben í vikunni, en áhrifavaldurinn Hildur Sif Hauksdóttir skellti sér á stefnumót í borginni. 

Tískudrottning!

Tónlistarkonan Júnía Lín Jónsdóttir er sannkölluð tískudrottning sem nýtur þess að klæða sig upp í fallega hönnun. 

View this post on Instagram

A post shared by Junia (@junialin)

Ofurskvísa í miðborginni!

Förðunardrottningin Lilja Dís Smáradóttir klæddi sig líka upp í fallega hönnun í vikunni og spókaði sig um í miðborg Reykjavíkur.

Systkinahlaup!

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, reimaði líka á sig hlaupaskóna og tók þátt í Systkinahlaupinu ásamt systkinum sínum.

Úr sloppnum og Crocs-skónum!

Förðunarfræðingurinn Alexandra Sif Nikulásdóttir, oftast kölluð Ale Sif, fór úr sloppnum og Cros-skónum yfir í glæsilegan kjól og tryllta skó!

Enn meiri hlaupagleði!

Hlaupahópurinn Hugurinn fer hærra tók þátt í Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina. Af myndum að dæma var bilað stuð hjá þeim!

Líka sól í Helsinki!

Það var ekki bara sól í Kaupmannahöfn heldur líka í Helsinki í Finnlandi, en fagurkerinn Aníta Mjöll Ægisdóttir skellti sér þangað.

Ofurhjón í hlaupapartíi!

Ofurhjónin Simona Va­reikaité og Sigurjón Ernir Sturluson létu sig að sjálfsögðu ekki vanta í Puffin Run í Vestmannaeyjum og bættu sig bæði!

Sumarleg og fín!

Áhrifavaldurinn Brynhildur Gunnlaugsdóttir er greinilega búin að taka sumarflíkurnar upp!

 Drengurinn mættur á svæðið!

Það fjölgaði í fjölskyldu Annie Mistar Þórisdóttur og Frederik Aeg­idius á dögunum. Parið tók á móti sínu öðru barni, dreng, á dögunum.

Ást og hamingja!

Íþróttakonan Katrín Tanja Davíðsdóttir er yfir sig ástfangin af kærasta sínum Brooks Laich. 

View this post on Instagram

A post shared by Brooks Laich (@brookslaich)

Eldheitur!

Rúrik Gíslason kann að stilla sér upp.

Fjör og læti á opnun kosningaskrifstofu!

Jón Gnarr forsetaframbjóðandi opnaði kosningaskrifstofu í Aðalstræti á dögunum. Fjölmenni var mætt til að sýna Jóni stuðning.

View this post on Instagram

A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr)

Speglasjálfa!

Sandra Björg Helgadóttir tók fallega mynd af vaxandi óléttukúlu sinni.

Björt bros!

Forsetaframbjóðendurnir Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Ásdís Rán Gunnarsdóttir skelltu í mynd eftir pallborðsumræður. 

Kasólétt á sviði!

Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir gerði heiðarlega tilraun til að fara af stað í fæðingu uppi á sviði. 

View this post on Instagram

A post shared by DÍSA (@thordisbjork)

Á góðri leið!

Sunneva Ása Weisshappel blómstrar á meðgöngunni. Hún á von á sínu fyrsta barni með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki. 

mbl.is