Eiginkonan rak upp stór augu

Instagram | 15. maí 2024

Eiginkonan rak upp stór augu

Maður að nafni Ryan Hamilton elskar fátt meira en að hrekkja eiginkonu sína. Hann birtir reglulega myndbönd á samfélagsmiðlum sem sýna prakkarastrikin, undirbúning þeirra og viðbrögð eiginkonunnar. 

Eiginkonan rak upp stór augu

Instagram | 15. maí 2024

Honum verður án efa haldið burt frá þvottahúsinu.
Honum verður án efa haldið burt frá þvottahúsinu. Samsett mynd

Maður að nafni Ryan Hamilton elskar fátt meira en að hrekkja eiginkonu sína. Hann birtir reglulega myndbönd á samfélagsmiðlum sem sýna prakkarastrikin, undirbúning þeirra og viðbrögð eiginkonunnar. 

Maður að nafni Ryan Hamilton elskar fátt meira en að hrekkja eiginkonu sína. Hann birtir reglulega myndbönd á samfélagsmiðlum sem sýna prakkarastrikin, undirbúning þeirra og viðbrögð eiginkonunnar. 

Myndböndin hafa vakið mikla athygli hjá netverjum og hefur Hamilton byggt upp stóran fylgjendahóp á Instagram og TikTok. 

Einn nýjasti hrekkur Hamilton vakti sérstaka athygli enda þrælskemmtilegur og meistaralega vel gerður. 

Myndbandið, titlað „She´ll never make me do laundry again“, sýnir Hamilton fylla þvottaherbergið á heimili þeirra hjóna af froðu en til þess notar hann sérstaka froðuvél. Froðan kaffærir þvottavélina og þurrkarann. 

Stuttu seinna kallar hann á eiginkonu sína og segir eitthvað mikið vera að. Hún kemur hlaupandi og fær létt sjokk þegar hún opnar hurðina inn í þvottaherbergið en þar stendur eiginmaður hennar í froðubaði. 



mbl.is