Günter Grass hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels

Günter Grass utan við heimili sitt í dag.
Günter Grass utan við heimili sitt í dag.

Þýski rithöfundurinn Günter Grass hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár samkvæmt tilkynningu sænsku akademíunnar. Þekktasta skáldsaga Grass er Blikktromman og kom fyrsti hluti hennar af þremur út í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar fyrir síðustu jól.

Grass lýsti í morgun ánægju sinni með að hafa hlotið verðlaunin. „Ég er ánægður," sagði Grass og brosti breitt þegar hann hitti blaðamenn að máli utan við hús sitt í Behlendorf, 30 km frá Lübeck. Grass, sem fæddist árið 1927, er fimmti Evrópubúinn í röð sem hlýtur verðlaunin og sjöundi Þjóðverjinn. Sænska akademían segir í tilkynningu sinni að Grass fái verðlaunin fyrir höfundarverk sitt í heild, þar á meðal nýjustu skáldsöguna, sem nefnd hefur verið Mín öld. Framkvæmdastjóri akademíunnar, Horace Engdahl, sagði að akademían hefði litið framhjá umdeildum skoðunum Grass: „Þessi bók er déskoti góð," sagði hann um nýju skáldsöguna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert