Hörðustu árásir Rússa á Tsjetsjníu til þessa

Tsjetsjenskar konur í flóttamannabúðum í nágrenni Sleptsovskaya í Ingúsetsíu sækja …
Tsjetsjenskar konur í flóttamannabúðum í nágrenni Sleptsovskaya í Ingúsetsíu sækja sér drykkjarvatn. Sumir flóttamannanna notuðu tækifærið í gær og sóttu eigur sínum eða ættingja til Tsjetsjníu. AP

Rússneskir hermenn skutu hundruð eldflauga að Grosníu, höfuðborg Tsjetsjníu í nótt. Þetta eru mestu árásir Rússa á Tsjetsjníu í þá þrjá mánuði sem þeir hafa gert árásir á landið. Hvorki hafa borist upplýsingar um mannfall né skemmdir af völdum árásarinnar í nótt. Íbúar Grosní hafa dögum saman haldið sig í kjöllurum húsa vegna loftárásanna.

Rússar urðu að bíða með loftárásir í fyrrinótt og gær vegna þoku. Íbúar Grosní notuðu tækifærið og gerðu matarinnkaup. Einnig komu flóttamenn úr Ingúsetsíu til að sækja eigur sínar og ættingja. Þeir segja að Rússar geri árásir á borgara en ekki uppreisnarmenn. Rúmlega 200.000 manns hafa flúið Tsjetsjníu frá því að árásir Rússa hófust í ágúst.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert