Tétsenskum uppreisnarmönnum boðin sakaruppgjöf

Rússar vilja nota tækifærið eftir að uppreisnarmaðurinn Shamil Basayev var …
Rússar vilja nota tækifærið eftir að uppreisnarmaðurinn Shamil Basayev var felldur og binda enda á átökin í Tétsníu AP

Stjórnvöld í Rússlandi ætla að bjóða sakaruppgjöf þeim uppreisnarmönnum í Tsétsníu sem leggja niður vopn fyrir 1. ágúst, og hætta baráttu sinni við Rússa. Er boðið liður í átaki um að binda enda á ófriðinn í héraðinu í kjölfar þess að Rússar felldu uppreisnarleiðtogann Shamil Basayev.

Nikolai Patrushev, yfirmaður í öryggisþjónustu Rússa, segir að tillaga verði samin innan nefndar um baráttu gegn hryðjuverkum, sem verði svo send þingi landsins og Vladimír Pútin, forseta. Pútin hefur neitað að semja við uppreisnarmenn í Tétsníu og krefst uppgjafar þeirra.

„Rússneskir borgarar sem hafa látið blekkjast af leiðtogum uppreisnarhópa, og látið draga sig út í glæpastarfsemi hafa nú raunverulegan möguleika á að snúa aftur til friðsamlegs lífs" sagði Patrushev í ræðu sem var sjónvarpað í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert