Pútín í óvænta heimsókn til Tétsníu

Vladímír Pútín.
Vladímír Pútín. AP

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, kom í óvænta heimsókn til Tétsníu í morgun til að leggja blómsveig á gröf Akmads Kadyrovs, fyrrum forseta Tétsníu sem féll í árás uppreisnarmanna í maí sl. Í fylgd með Pútín var Ramzan Kadyrov, sonur forsetans, en hann stýrir öryggisþjónustu Tétsníu.

Harðir bardagar hafa verið undanfarna daga milli tétjenskra hersveita og uppreisnarmanna og er talið að 50 tétjenar hafi látið lífið síðasta sólarhringinn.

Ekki er ljóst hvernig Pútín kom til Tétsníu en búist er við að heimsókn hans tengist forsetakosningunum, sem haldnar vera þar í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert