Fyrsta ákæran birt vegna Omagh-tilræðisins

Ótilgreindur karlmaður var í kvöld ákærður fyrir aðild að samsæri um sprengitilræði í tengslum við Omagh-tilræðið árið 1988 en það er mannskæðasta hryðjuverk í átökum vígasveita á Norður-Írlandi.

Maðurinn er sá fyrsti sem sætir ákæru í tengslum við tilræðið en honum var birt önnur ákæra einnig, um vörslu sprengiefna í þeim tilgangi að skaða fólk. Svo og er hann ákærður fyrir aðild að bannfærðum samtökum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert