Viðræðum haldið áfram á N-Írlandi

Fólk á ferli í einu hverfa mótmælenda í Belfast á …
Fólk á ferli í einu hverfa mótmælenda í Belfast á N-Írlandi. AP

Stærstu flokkarnir tveir á N-Írlandi halda áfram samningaviðræðum um stjórnarmyndun í dag. Þekktur herþjálfaður sambandssinni gerði tilraun til að ráðast inn á n-írska þingið á föstudag. Það varð til þess að sambandssinnar og Sinn Fein, flokkur kaþólikka náðu ekki samkomulagi um stjórnarmyndun áður en frestur sem írsk og bresk stjórnvöld höfðu gefið flokkunum rann út þann 24. nóvember.

Michael Stone, þekktur herskár sambandssinni, sem m.a. hefur hlotið dóm fyrir manndráp gerði á föstudag tilraun til að ráðast inn á n-írska þingið, hann hefur verið kærður fyrir tilraun til að myrða m.a. leiðtoga Sinn Fein, þá Gerry Adams og Martin McGuinness.

Viðræður hafa þó reynst árangurslausar í haust, en Ian Paisley, leiðtogi flokks lýðræðislegra sambandssinna, hefur neitað að starfa með Sinn Fein nema sá flokkur viðurkenni löggæslu svæðisins. Leiðtogar Sinn Fein neita hins vegar að viðurkenna löggæsluna nema henni verði komið undir sameinaða írska stjórn, en meðan samstarfsstjórnin sem starfaði á árunum 1998 – 2002 var við völd réðu Bretar réttarkerfinu, og þar með talinni allri löggæslu.

Bertie Ahern og Tony Blair, forsætisráðherrar Írlands og Bretlands, sem stjórnað hafa viðræðunum höfðu gefið aðilum frest til 24. nóvember til að komast að samkomulagi, og höfðu hótað að leysa n-írska þingið upp ella. Óvíst er hvert framhaldið verðir nú þótt aðilar hafi ákveðið að halda áfram viðræðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert