Finnskur þingmaður fékk fangelsisdóm

Tony Halme keppti í hnefaleikum áður en hann settist á …
Tony Halme keppti í hnefaleikum áður en hann settist á þing.

Finnski stjórnmálamaðurinn Tony Halme, sem situr á finnska þjóðþinginu, var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og 400 þúsund króna sekt. Hann var dæmdur fyrir ólík ákæruatriði, meðal annars fyrir að nota eiturlyf, brot á vopnalöggjöfinni, smygl og fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis.

mbl.is