Coca-Cola kynnir nýjan drykk - C2

Paula Abdul var fengin til þess að kynna hinn nýja …
Paula Abdul var fengin til þess að kynna hinn nýja drykk, C2. AP

Tilkynnt var í dag um nýjan drykk frá Coca-Cola, sem nefndur er C2 og mun vera með lágt innihald kolvetna. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðandanum er helmingi minna af kolvetni, hitaeiningum og sykri í C2 en venjulegu Coca-Cola. Mun þetta vera liður í því að koma til móts við vaxandi eftirspurn eftir slíkum drykkjum, að því er Don Knauss, forstjóri Coca-Cola í Bandaríkjunum greindi frá á blaðamannafundi í New York í dag þar sem hinn nýi drykkur var kynntur.

Hinn nýi drykkur mun verða kominn í kæla verslana í Bandaríkjunum fyrri hluta júnímánaðar.

mbl.is