Aðildarríki NATO heita „eindregnum stuðningi“ við Breta

Kona lítur út um glugga á strætisvagni í Lundúnum í …
Kona lítur út um glugga á strætisvagni í Lundúnum í dag. AP

Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem eru 26 talsins, hétu „eindregnum stuðningi“ við Breta í dag, degi eftir að meira en 50 manns létust í hryðjuverkaárásum í Lundúnum.

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu eftir fund Norður Atlantshafsráðsins í Brussel í dag. „Fundur ráðsins í dag var mjög sérstakur og hann var einkum haldinn svo bandamennirnir innan NATO gætu lýst eindreginni smastöðu og stuðningi við Breta vegna árásanna í gær,“ sagði de Hoop Scheffer.

„Það er ljóst að hinar hrikalegu árásir í gær efla einungis þann ásetning bandamannanna innan NATO að halda áfram aðgerðum sínum og verkefnum,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert