Tveggja mínútna þögn í Bretlandi í minningu fórnarlamba

Farþegar í strætisvagni í Lundúnum í gær.
Farþegar í strætisvagni í Lundúnum í gær. AP

Bretar verða beðnir um að taka þátt í tveggja mínútna þögn í minningu fórnarlamba hryðjuverkaárása í Lundúnum á fimmtudag, viku eftir árásirnar. Bresk stjórnvöld greindu frá þessu í dag.

Þögnin á að hefjast klukkan 11, miðað við íslenskan tíma, á fimmtudag, að sögn breska menningarmálaráðuneytisins. Að minnst kosti 49 manns létu lífið í árásunum sem gerðar voru í þremur lestarvögnum og í strætisvagni í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert