Foreldrar Madeleine hitta páfa

Foreldrar Madeleine McCann halda á fund páfa.
Foreldrar Madeleine McCann halda á fund páfa. Reuters

Foreldrar Madeleine McCann fara á fund páfa í Páfagarði í dag en heimsóknin er liður í að halda áhuga fjölmiðla og almennings á brottnámi dóttur þeirra frá hótelíbúð á sólarströnd á Portúgal lifandi. Milljónir kaþólikka um heim allan fylgjast með gjörðum páfa og hefur hann áður nefnt áhuga sinn á þessu sorglega máli.

Breska fréttastofan Sky skýrði frá því að McCann hjónin mættu til Rómar í morgun til að eiga síðar fund með Benedikt XVI páfa sem mun blessa þau og minnast þeirra í bænum sínum. Þau hyggjast færa honum mynd af dóttur sinni og ræða við fjölmiðla um dóttur sína sem numin var á brott fyrir mánuði síðan.

Madeleine McCann.
Madeleine McCann. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina