Bandamönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum veitt fjárhagsaðstoð

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá fyrirtætlunum Bandaríkjastjórnar í dag.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá fyrirtætlunum Bandaríkjastjórnar í dag. AP
Bandaríkin kynntu í dag samning er lýtur að hernaðaraðstoð til handa Egyptalandi, Ísrael, Sádi-Arabíu auk annarra ríkja við Persaflóa. Andvirði samningsins er sagt vera rúmir 43 milljarðar dala. Tilgangur samningsins er að þjappa bandamönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum saman gegn Írönum og öðrum óvinveittum þjóðum.

Bandarísk stjórnvöld hyggjast styðja Egypta sem nemur 13 milljörðum dala næstu 10 árin og Ísrael sem nemur 30 milljörðum dala á sama tímabili. Auk þess munu Bandaríkin styðja Sádi-Arabíu auk fleiri ríkja við Persaflóa, en ekki fæst upp gefið hve há upphæðin er. Ætlunin er að styðja uppbyggingu varnarmála í löndunum. Frá þessu greindi Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag.

Samningnum við Sádi-Araba er ætlað að efla eldaflaugavarnir landsins og flugherinn, auk þess sem stefnt sé að því að efla sjóherinn sagði embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu við Reuters-fréttastofuna. Talið er að samningurinn við Sádi-Arabíu og hin Persaflóaríkin geti numið um 20 milljörðum dala á næstu 10 árum.

Bandaríkjaþing á hinsvegar eftir að samþykkja þennan fyrirhugaða fjárstuðning Bandaríkjastjórnar, og þá er búist við því að sumir þingmenn muni lýsa sig andvíga þessu. Þá sérstaklega hvað varðar fjárstuðning til handa Sádi-Aröbum, en þeir eru sakaðir um að gera lítið gagn í Írak.

Rice greindi frá þessu nokkrum klukkustundum áður en hún lagði af stað í ferðalag til Egyptalands og Sádi-Arabíu með Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Tilgangur ferðarinnar er að leita eftir auknum stuðningi araba við að koma á stöðugleika í Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...