54 látnir úr beinbrunasótt í Brasilíu

Að minnsta kosti 54 manns hafa látið lífið af völdum banvænnar beinbrunasóttar í Brasilíu.    Beinbrunasótt er sjúkdómur sem finnst í þéttbýli í hitabeltislöndum en moskítóflugur bera sjúkdóminn, sem er skyldur malaríu. 

Íbúar borgarinnar Rio de Janeiro hafa orðið verst úti vegna faraldsins og hafa heilbrigðisstofnanir ekki getað annað eftirspurn, og margir íbúar kvartað vegna skorts á læknum og hjúkrunaraðstöðu.  Meira en 43.000 manns hafa orðið fyrir áhrifum sjúkdómsins.

Brasilíski herinn hefur opnað þrjá bráðabirgðaspítala í Rio de Janeiro, til þess að koma í veg fyrir frekari dauðsföll, en almenningssjúkrahús eru yfirfull vegna faraldsins.  Hundruð hermanna starfa á götum Ríó við það að leita uppi kyrrstæð og stöðnuð vötn, þar sem moskítóflugurnar sem dreifa sjúkdómnum fjölga sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina