Barak biðst afsökunar á árás

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur beðið Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna afsökunar á  sprengjuárás Ísraelsmanna á höfuðstöðvar Flóttamannastofnunar SÞ í Gasasborg í morgun. Ban fordæmdi árásina í morgun og krafðist rannsóknar á henni. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Þúsundir Palestínumanna flýja nú heimili sín í borginni en Palestínumenn segja rúmlega þúsund manns hafa látið lífið í þriggja vikna hernaðaraðgerðum Ísraela á Gasasvæðinu .

Ban, sem er staddur í Ísrael, segir Barak hafa beðist afsökunar og sagt árásina mistök sem tekin væru mjög alvarlega. Palestínskur starfsmaður stofnunarinnar var skotinn til bana við Erez landamærastöðina á landamærum Ísraels og Gasasvæðisins í morgun. Segir talsmaður stofnunarinnar hann hafa ekið bíl sem var greinilega merktur stofnuninni og að atvikið hafi átt sér stað er landamærin voru opnuð í stutta stund til að hleypa matvælum og hjálpargögnum inn á Gasasvæðið. 

Tugir létu lífið er Ísraelsher gerði í síðustu viku loftárás á stúlknaskóla Sameinuðu þjóðanna í Jabalya, þar sem almennum borgurum hafði verið ráðlagt að leita skjóls. Eftir atvikið staðhæfði Ísraelsher að skotið hafi verið á ísraelska hermenn frá skólanum og að lík herskárra Palestínumanna hefðu fundist í honum að árásinni lokinni. Nokkrum dögum síðar greindu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna frá því að Ísraelar hafi viðurkennt að ekki hafi verið rétt að skotið hafi verið frá skólanum.

Palestínumenn standa í rústum húss í Gasasborg sem Ísraelsher gerði ...
Palestínumenn standa í rústum húss í Gasasborg sem Ísraelsher gerði loftárás á. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Flugskýli til leigu
Flugskýli til leigu Nú er úti norðanél nú er Esjan hvít sem mél Ef að ég ættii ú...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
L helgafell 6018011019 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...