Lendingin á Hudsoná óraunveruleg

Flugvélin á Hudsoná skömmu eftir lendinguna.
Flugvélin á Hudsoná skömmu eftir lendinguna. Reuters

Flugstjórinn Chesley „Sully" Sullenberger, sem varð þjóðhetja í Bandaríkjunum eftir að hann lenti farþegaflugvél á Hudsoná í New York, segir í fyrsta viðtalinu sem birst hefur við hann eftir atvikið, að öll atburðarásin hafi verið fjarstæðukennd.

Sullenberger og áhöfn hans voru heiðursgestir á Super Bowl, úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar, á sunnudagskvöld og í tilefni af því tók íþróttasjónvarpsstöðin ESPN við hann stutt viðtal.

Sullenberger sagði aðspurður, að sér hefði verið brugðið þegar báðir hreyflar vélarinnar þögnuðu. Hann sagði, að á meðan hann stýrði flugvélinni til lendingar á fljótinu hafi hann verið rólegur á ytra borði en innra með sér hefði hann verið í uppnámi. 

„Það var afar hljótt á meðan við unnum, aðstoðarflugmaðurinn og ég. Við vorum saman í liði. En það var ógnvekjandi að báðir hreyflarnir misstu afl."

Lori, eiginkona Chesleys, sagði að þau tvö hefðu undanfarið setið saman á hverju kvöldi og lesið bréf og kveðjur frá fólki. „Þetta opnar fyrir tilfinningarnar og við sitjum saman og grátum," sagði hún.

Airbus 320 farþegaflugvélin, sem Sullenberger stjórnaði, missti afl á báðum hreyflum þegar hún flaug inn í gæsahóp skömmu eftir flugtak frá New York. Sullenberger greip til þess ráðs að magalenda á Hudsoná. 150 manns voru í flugvélinni og komust allir lífs af. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Volkswagen, Vw Transporter 2017 4x4
Dísel 4x4 sjöþrepa sjálfsk, Webasto hitari, klæddur að innan afturí , Verð 4890,...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
 
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...