Á bleikum nærbuxum

Barist á bleikum nærbuxum
Barist á bleikum nærbuxum David Guttenfelder/AP

Mynd AP-fréttastofunnar af hermanni í bleikum nærbuxum er orðin táknmynd fyrir stríðið í Afganistan. Hermaðurinn Zachary Boyd hafði skriðið úr hvílu sinni og gripið hjálminn, vestið, riffilinn en ekki buxurnar og tekið sér stöðu á bak við sandpokana. Myndin birtist á forsíðum dagblaða næsta dag og þótti setja mannlegan svip á stríðið.

Í fyrstu höfðu hermennirnir áhyggjur af því að myndin myndi koma þeim í klípu og Boyd hringdi í foreldra sína til að láta þá vita af því að myndin myndi birtast. „Hann hafði áhyggjur af því að missa starfið,“ segir móðir hans, Sheree Boyd. Faðir Zachary hafði hlegið sig vitlausan þegar hann sá myndina en á undirbuxunum stendur „I love NY“. „Hann hefur alltaf verið hrifinn af villtum boxer-nærbuxum. En við höfðum aldrei séð hann í bleikum fyrr,“ segir pabbinn.

Myndin vakti athygli á netinu og þótti sumum hún vera niðrandi fyrir bandaríska herinn. Ljósmyndarinn segir hinsvegar að flestir sjái það sem hann hafi séð „þegar talibanarnir byrja að skjóta, hvað sem þú ert að gera, hvernig sem þú ert klæddur, þú hleypur á þinn stað,“ segir David Guttenfelder.

mbl.is

Bloggað um fréttina