Grjóthrun á Tenerife

Tvær konur, bresk og spænsk, létu lífið þegar grjótskriða féll á baðströnd á Tenerife, einni af Kanaríeyjunum.  Að sögn lögreglunnar á Tenerife hrundi grjót úr kletti ofan við baðströndina og féll úr um 40 metra hæð á fólk sem var á ströndinni.

Skriðan féll um klukkan 16 að íslenskum tíma á um 100 fermetra svæði á Los Gigantes ströndinni á suðvesturhluta eyjarinnar. Tugir manna hafa síðan leitað á svæðinu og fundu lík  57 ára gamallar breskrar konu og 34 ára gamallar konu, sem búsett er á Tenerife. Fleiri virðast ekki hafa orðið fyrir skriðunni. 

Að sögn spænskra fjölmiðla hafði þessi hluti strandarinnar verið girtur af og varúðarskilti sett upp eftir að grjót hrundi úr sama klettinum nýlega.

Íslenskar ferðaskrifstofur eru með ferðir til Tenerife en ekki þó til þessarar strandar.

Los Gigantes.
Los Gigantes.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Suzuki Jimny
Til sölu Suzuki Jimny, upphækkaður um 5cm á 29" dekkjum. Ekinn 73 þúsund km. B.s...
 
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...