Vilja útlendingafangelsi

Gangur í norsku fangelsi. Mynd úr myndasafni.
Gangur í norsku fangelsi. Mynd úr myndasafni. Reuters

Annar hver fangi í Noregi er erlendur ríkisborgari og samtök fangavarða þar í landi hafa lagt til að komið verði á fót fangelsi fyrir þá sem eru annarrar þjóðar en norskir. Á undanförnum fimm árum hefur fjöldi erlendra ríkisborgara sem eru á bak við lás og slá í Noregi tvöfaldast.

Árið 2006 voru 553 erlendir ríkisborgarar í norskum fangelsum. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra verði 1178 á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Á þessum tíma hefur Knut Storberget verið dómsmálaráðherra landsins og hann leggur til að sérdeild fyrir erlenda fanga verði komið á við Ullersmo fangelsið. Þegar þeir hafi afplánað sinn dóm, verði þeim vísað úr landi, segir Storberget í samtali við norsku sjónvarpsstöðina TV2.

Knut Are Svenkerud, formaður fangavarðarfélagsins, segir að slík deild væri ekki nægileg lausn og bendir á að fangarnir þurfi ýmsa þjónustu, eins og t.d. túlka. Að auki mætti skoða að koma á sérstökum dómstól sem getur afgreitt mál hraðar en hingað til hefur verið gert og þegar útlendingarnir hafi verið dæmdir, skuli þeir verða sendir til síns heimalands.

Svenkerud segir að meirihluti erlendu fanganna komi frá Litháen, Póllandi, Rúmeníu og Nígeríu. „Þeir þurfa ekki endilega að fá sömu meðhöndlun og norskir sakamenn,“ segir hann. „Refsingin gæti til dæmis verið falist í því að þeir fari til síns heima og fari að vinna þar, þar sem þeir muni ekki vera áfram í Noregi.“

Geir Ellefsen, yfirlögregluþjónn hjá Óslóarlögreglunni, segir að með Schengen-samkomulaginu og afnámi landamæraeftirlits hafi erlendum glæpamönnum fjölgað umtalsvert í Noregi. Hann segir að um sé að ræða margskonar glæpi; rán, ofbeldi og svik og lítið sé um sérhæfingu glæpamanna. „Þetta er það sem við í lögreglunni köllum „Múltíkrimma,“ segir Ellefsen.

Frétt TV2

mbl.is

Bloggað um fréttina

Bækur til sölu
Til sölu ýmsar áhugaverðar bækur um ættfræði og byggðasögu, þjóðsögur og ýmsan a...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...