Banda rekur utanríkisráðherra Malaví

Joyce Banda var viðstödd jarðarför Bingu wa Mutharika sl. mánudag.
Joyce Banda var viðstödd jarðarför Bingu wa Mutharika sl. mánudag. Eldson Chagara

Forseti Malaví, Joyce Banda, hefur rekið utanríkisráðherra landsins, Peter Mutharika. Banda tók við embættinu í byrjun mánaðarins eftir að Bingu wa Mutharika, sem var kosinn forseti árið 2004, lést úr hjartaáfalli. Hann hafði glímt við veikindi í nokkurn tíma og fór þá bróðir hans utanríkisráðherrann með forsetavaldið.

Frá árinu 2009 gegndi Banda embætti varaforseta Malaví en árið eftir var hún rekin úr ríkisstjórnarflokknum eftir ágreining við Mutharika um hver ætti að koma í hans stað þegar hann léti af störfum. Í kjölfarið varð hún hans helsti gagnrýnandi. Peter Mutharika var valinn í stað Banda til að verða næsta forsetaefni flokksins en forsetakosningar verða haldnar eftir tvö ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert