Öflugur jarðskjálfti í Tyrklandi

Ekki er enn vitað hvort öflugur skjálfti á suðversturströnd Tyrklands …
Ekki er enn vitað hvort öflugur skjálfti á suðversturströnd Tyrklands hafi kostað einhverja lífið. Wikipedia

Öflugur jarðskjálfti skók suðausturhluta Tyrklands í nótt. Skjálftinn, sem mældist 5,5 á Richter, var sterkastur í héraðinu Sirnak, en turn féll af bænahúsi bæjarins í skjálftanum. Einnig mynduðust sprungur í byggingum, en yfirvöld þar í landi hvöttu fólk til að yfirgefa hús sín á meðan skjálftinn riði yfir. 

Ekki er enn vitað hvort einhver hafi látið lífið í skjálftanum, sem átti sér upptök á 5,4 metra dýpi í jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá AFP-fréttastofunni telja jarðskjálftasérfræðingar líklegt að einhverjir eftirskjálftar muni eiga sér stað og því sé íbúum ekki ráðlegt að dvelja í húsum sínum næsta sólarhringinn. 

Skjálftinn á sér stað aðeins viku eftir annan skjálfta á suðvesturströndinni sem mældist 6 á Richter, en þungamiðja þess skjálfta var á vinsælum ferðamannastað. Tugir manna voru sendir á spítala eftir að hafa stokkið úr byggingum af ótta við afleiðingar skjálftans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert