Lokaorð dauðadæmds manns um kosningarnar

Allen hafði áhuga á forsetakosningunum.
Allen hafði áhuga á forsetakosningunum. AFP

Síðustu orð karlmanns sem tekinn var af lífi í Oklahoma í gærkvöldi, voru um forsetakosningarnar. „Þetta verður mjög naumt,“ sagði hinn dæmdi morðingi, Garry Thomas Allen, rétt áður en eitrinu var sprautað í æðar hans.

Aftöku Allens hefur verið frestað þrívegis en í gær var svo ekki aftur snúið. Hann var úrskurðaður látinn kl. 23.10 að staðartíma, aðeins nokkrum mínútum eftir að síðustu kjörstöðum ríkisins var lokað.

„Obama vann í tveimur af þremur sýslum. Þetta verður mjög naumt,“ sagði Allen að sögn talsmanns fangelsismálastofnunar Oklahoma-ríkis.

Allen sem er 56 ára virtist undrandi að framkvæma ætti aftökuna í gær. Hann var árið 1986 dæmdur til dauða fyrir að myrða barnsmóður sína.

Lögfræðingar hans hafa alla tíð haldið því fram að Allen hafi ekki verið ábyrgur gerða sinna. Hann hafi glímt við geðræn vandamál, áfengissýki og neytt fíkniefna. Hæstiréttur féllst hins vegar ekki á áfrýjun hans í gær.

Allen er fimmti maðurinn sem tekinn er af lífi í Oklahoma á þessu ári. Hann er 36. maðurinn sem er líflátinn í Bandaríkjunum á  árinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert