Hamfaranna minnst í Japan

Japanir minntust þess í dag að tvö áru eru liðin frá því stóri jarðskjálftinn reið yfir og flóðbylgja fylgdi í kjölfarið. Yfir átján þúsund manns létust í náttúruhamförunum.

Meðal annars kom leki að kjarnorkuveri í Fukushima og frá þeim tíma hefur verið slökkt á flestum kjarnaofnum í Japan.

Meðal þeirra sem tóku þátt í minningarathöfninni í morgun var Japanskeisari, Akihito. Hann segist enn vera djúpt snortinn yfir því mikla æðruleysi sem einkenni japönsku þjóðina sem hafi tekist á við daglegt líf án þess að kvarta.

Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, segir að uppbyggingarstarfinu verði haldið áfram að öðrum kosti munu íbúar í norðausturhluta Japans ekki upplifa vor á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert