Ritstjóri ákærður fyrir mútur

Rupert Murdoch, eigandi The Sun.
Rupert Murdoch, eigandi The Sun. AFP

Fyrrverandi aðstoðarritstjóri breska götublaðsins The Sun hefur verið ákærður fyrir að leggja blessun sína yfir að borga opinberum starfsmönnum fyrir upplýsingar, að sögn saksóknara í málinu. The Sun er í eigu Ruperts Murdoch.

Geoff Webster var handtekinn fyrir ári í tengslum við stóra hlerunarmálið.

Webster er ákærður í tveimur liðum. Í fyrsta lagi er  hann ákærður fyrir að hafa á tímabilinu júlí 2010 til ágúst 2011 gefið leyfi fyrir samtals 6.500 punda greiðslu til opinbers starfsmanns í skiptum fyrir upplýsingar. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa í nóvember árið 2010 gefið leyfi fyrir 1.500 pund greiðslu til opinbers starfsmanns.

Mál hans verður þingfest 26. mars.

Margir blaðamenn af The Sun hafa verið handteknir síðustu mánuði vegna gruns um hleranir eða mútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert