Murdoch ekki sóttur til saka

AFP

Ekkert verður af saksókn á hendur fjölmiðlaveldi Ruperts Murdochs, News Corp, af hálfu bandarískra yfirvalda vegna símhlerana á vegum miðla í hans eigu.

Samkvæmt BBC rannsökuðu bandarísk yfirvöld hvort greiðslur blaðamanna News til breskra lögreglumanna brytu gegn spillingarlögum í Bandaríkjunum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi um að rannsókn hefði verið hætt og ekki yrði ákært.

Vikublað News, News of the World, hætti starfsemi árið 2011 eftir að í ljós kom að starfsmenn blaðsins hleruðu síma fólks. Nokkrir blaðamenn News of the World hafa síðan verið sóttir til saka í Bretlandi vegna símhlerana og að hafa greitt opinberum starfsmönnum fyrir upplýsingar.

mbl.is