Amanda Knox dæmd fyrir morð

Dómstóll í Flórens á Ítalíu dæmdi í kvöld Amöndu Knox í 28 ára fangelsi fyrir morðið á bresku stúlkunni Meredith Kercher á Ítalíu árið 2007. Fyrrverandi kærasti Amöndu, Raffaele Sollecito, var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir sama verknað.

Know og Sollecito höfðu þegar setið í fangelsi í fjögur ár vegna morðsins þegar þau voru sýknuð af morðinu árið 2011. Hæstiréttur ógilti hins vegar niðurstöðu áfrýjunardómstólsins fyrr á þessu ári og bað um að réttað yrði aftur í málinu. 

Knox, sem hefur búið í heimalandi sínu Bandaríkjunum allt frá því að hún var sýknuð af morðinu, hyggst ekki snúa aftur til Ítalíu og ólíklegt þykir að hún verði framseld þangað. Hún er þó engu að síður á flótta undan réttvísinni þar í landi.

Sollecito býr hins vegar á Ítalíu og verður því að öllum líkindum að afplána 21 ár á bak við lás og slá. 

Amanda Knox og Raffaele Sollecito.
Amanda Knox og Raffaele Sollecito. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert