Rússar vilja í mannúðarleiðangur til Úkraínu

Skriðdreki frá dögum síðari heimsstyrjaldar í Úkraínu.
Skriðdreki frá dögum síðari heimsstyrjaldar í Úkraínu. AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja sínum til að fara inn fyrir landamæri Úkraínu í þeim tilgangi að koma nauðstöddum til aðstoðar. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir að slíkt myndi ekki samræmast lögum.

Báðir lýstu yfir miklum áhyggjum yfir því að rússnesk hernaðarfarartæki hefðu farið yfir landamærin inn til Úkraínu, og að rússneski herinn ætlaði sér íhlutun af mannúðarástæðum í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert