Tveggja ára skaut móður sína

Walmart
Walmart AFP

Tveggja ára bandarískur drengur skaut móður sína til bana í versluninni Walmart í dag. Um voðaskot var að ræða en drengurinn teygði hönd sína í handtösku móður sinnar þar sem hún geymdi hlaðna skammbyssu. Einhvern veginn tókst drengnum að hleypa af byssunni og hæfði skotið móður hans.

Atvikið gerðist í bænum Hayden í Idahoríki en konan var í verslunarleiðangri ásamt nokkrum börnum sínum. Konan er á þrítugsaldri, hafði byssuleyfi og skammbyssuna skráða á sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina