„Þetta er ekki minn fríverslunarsamningur“

Cecilia Malmström.
Cecilia Malmström. AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að ríkisstjórnir ríkja sambandsins leggi meira á sig í því skyni að afla fyrirhuguðum fríverslunarsamningi við Bandaríkin stuðnings og standi vörð um viðræðurnar við Bandaríkjamenn.

Þetta hefur fréttaveitan AFP eftir Cecilia Malmström, viðskiptastjóra Evrópusambandsins. Tugir þúsunda mótmælenda gengu um borgir og bæi innan sambandsins á laugardaginn og mótmæltu fyrirhuguðum fríverslunarsamningi. Hefur andstaða við hann farið vaxandi víða innan Evrópusambandsins samkvæmt fréttum AFP. Ekki síst í Þýskalandi.

„Ríki Evrópusambandsins verða að gera meira vegna þess að þetta er ekki mitt verkefni, þetta er ekki minn fríverslunarsamningur,“ er haft eftir Malmström.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert