Enginn samningur betri en slæmur

Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands.
Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands. AFP

Enginn kjarnorkusamningur á milli Írans og stórveldanna er betri en „slæmur samningur“. Þetta segir Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands.

Á föstudag hófst síðasta stig viðræðna á milli stjórnvalda Írans og hins svokallaða PF+1 hóps, en hann skipa öll fastaríki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna auk Þýskalands. Snúast viðræðrunar um að setja takmarkanir á kjarnorkuáætlun Írana og í staðinn muni ríkin aflétta viðskiptaþvingunum gegn landinu.

Frestur til þess að ljúka samningaviðræðunum rennur út 30. júní næstkomandi. „Við eigum enn mikið verk fyrir höndum ef við ætlum að reyna að ná samningum,“ sagði Hammond við fjölmiðla í Vín, þar sem viðræðurnar fara fram.

„Ég hef oft sagt það áður og ég mun segja það aftur í dag, enginn samningur er betri en slæmur samningur,“ sagði hann. Það væru takmörk fyrir því hversu langt stórveldin gætu gengið.

Íran­ar og stórveldin sex hafa sett sér frest til 30. júní til að ná end­an­legu sam­komu­lag um kjarn­orku­áætlun þeirra fyrr­nefndu. Sam­kvæmt því yrði áætl­un­inni sett tak­mörk til að koma í veg fyr­ir að Íran­ar geti þróað kjarn­orku­vopn en í staðinn verði refsiaðgerðum létt af þeim að hluta til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert