Ebóla greind í Gíneu

AFP

Tvö tilvik ebólu hafa verið greind í Gíneu en tæpir þrír mánuðir eru síðan endalokum faraldsins var fagnað þar í landi.

Um er að ræða tvær manneskjur í sömu fjölskyldu og er óttast að þrír fjölskyldumeðlimir þeirra hafi látist nýverið úr ebólu. 

Fjölskyldan er búsett í Nzerekore þar sem ebólufaraldurinn braust út í desember 2013. Alls hafa 11.300 látist úr ebólu og flestir þeirra hafa látist í Gíneu og nágrannaríkjunum, Síerra Leóne og Líberíu.

Snemma árs 2014 fór að bera á ebólu í Vestur-Afríku. Fyrstu tilfellin greindust í Gíneu en veikin barst fljótlega til Sierra Leone og Líberíu og tilfellum fór hratt fjölgandi. 

Hægt er að lesa sér til um sjúkdóminn á vef embættis landlæknis en ekki er búist við því  að hann komi hingað til lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert