Fundu annan flugrita

Flugriti farþegaþotunnar.
Flugriti farþegaþotunnar. AFP

Annar flugriti farþegaþotu EgyptAir sem hrapaði í Miðjarðarhafið í síðasta mánuði fannst í dag, að sögn egypskra yfirvalda.

Leitarteymið fann í gær flugrita með upp­töku úr flug­stjórn­ar­klefa þotunnar en flugritarnir tveir, svörtu kassarnir svonefndu, geta varpað frekara ljósi á hvers vegna þotan hrapaði.

Þotan, sem er af gerðinni Airbus A320, hrapaði til jarðar 19. maí síðastliðinn. Sextíu og sex manns voru um borð.

Þotan var á leið frá Parísarborg til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, þegar hún hvarf af ratsjá.

Rannsakendur telja of snemmt að segja til um hvað olli hrapinu. Ekki sé hægt að útiloka neitt á þessari stundu, þar með talið að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Um­fangs­mik­il leit að flak­inu og flug­rit­un­um hef­ur staðið yfir og var meðal annars notað skip með neðan­sjáv­ar­vél­menni norðan við strönd Egypta­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert